Miðaldra popparar koma saman á ný í leit að frægð og frama. Og ástinni, að sjálfsögðu. En samkeppnin við yngri kynslóðina reynist strempin.
Í takt við tímann greinir að mestu frá sömu persónum og komu fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu, nema hvað hér eru þær persónur 22 árum eldri og væntanlega reyndari líka. Í framlínunni eru söngvararnir Kristinn Styrkársson Proppé og Harpa Sjöfn Hermundardóttir, en örlögin réðu því að leiðir þeirra skildu á þjóðhátíð í Herjólfsdal, eins og alþjóð er kunnugt. Stuðmenn eru í upphafi myndar aðeins lítið tríó á hótelbar á Spáni, þó að hljómsveitarstjórinn Frímann eigi sér enn drauma um litríkan frama á tónlistarbrautinni. Stuðmenn vita líka að Ísland er land tækifæranna, þar sem nýsköpunarverkefnin bjóðast hvert sem litið er. Dúddi er löngu hættur að róta og leggur nú stund á öllu andlegri störf og virðist sá eini sem hefur slegið almennilega í gegn. En þar með er ekki öll sagan sögð...
Frumsýnt var á annan í jólum 2004.
Leikendur:
Stinni: Egill Ólafsson
Harpa Sjöfn: Ragnhildur Gísladóttir
Dúddi: Eggert Þorleifsson
Frímann: Jakob Frímann Magnússon
Hafþór: Ásgeir Óskarsson
Baldvin Roy: Tómas M. Tómasson
Skafti: Þórður Árnason
Kári Már: Höskuldur Ólafsson
Handrit: Ágúst Guðmundsson, Eggert Þorleifsson, Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon, Ragnhildur Gísladóttir, Tómas M. Tómasson, Þórður Árnason og Ásgeir Óskarsson
Tónlist: Stuðmenn
Leikmynd: Frosti Friðriksson
Búningar: Rebekka Ingimundardóttir
Förðun: Ragna Fossberg
Myndataka: Víðir Sigurðsson
Hljóðupptaka: Pétur Einarsson
Hljóðhönnun: Gunnar Árnason
Hjóðritun tónlistar: Óskar Páll Sveinsson, Mick Glossop og Arnþór Örlygsson
Klipping: Sævar Guðmundsson
Framleiðandi: Jakob Frímann Magnússon
Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson
Lengd: 90 mínútur
Format: 1,85:1
Hljóð: Dolby Digital
Framleidd af Bjarmalandi ehf.