Kvikmyndin Útlaginn, sem frumsýnd var árið 1981, var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Hamborg 1. október 2011.
Útlaginn er byggð á Gísla sögu Súrssonar og tekin að verulegu leyti á sögustöðvum þeim sem lýst er í bókinni, t.d. Hergilsey og Geirþjófsfirði. Myndin naut mikilla vinsælda er hún var frumsýnd, um 82.000 Íslendingar sáu þá myndina.
Í bígerð er að gefa myndina út á DVD, og í því skyni verður nýr master unnin úr upphaflegu filmunni.
< Til baka