Í desember 2015 var kvikmyndin Land og synir sýnd í Færeyjum ásamt kvikmyndinni Hrútum, sem nú fer sigurför um heiminn. Kvikmyndin Land og synir er gjarnan nefnd sem upphaf kvikmyndavorsins svokallaða, eftir að Kvikmyndasjóði var komið á laggirnar 1978. Ástæða sýningarinnar er etv sú að Sigurður Sigurjónsson leikur aðalhlutverkið í báðum myndunum, ungan sveitapilt í þeirri fyrri og miðaldra fjárbónda í þeirri síðari.
< Til baka