Berserkjasaga er gamanmynd sem gerist á víkingatímum. Sagan hefst í Vatnahéraðinu á Englandi, þaðan berst leikurinn til Jórvíkur og víðar um Norðimbraland. Aðalpersónan er 18 ára unglingur, Tumi, sem hefur búið í friði hjá mömmu sinni, en elur með sér hetjudrauma um frægð og frama með víkingum, enda af norrænum ættum. Þegar sú fregn berst að Eiríkur blóðöx hafi lagt Jórvík undir sig, stenst Tumi ekki mátið og leggur land undir fót. Brátt kemur þó á daginn að heimurinn er að mörgu leyti öðruvísi en hann hafði ímyndað sér.
Framleiðendur verða:
David Collins, Samsons Films, Dublin, Rudi Teichmann, B&T Film, Berlin, Petter Borgli, PJB Picture Company AS, Osló, og Ágúst Guðmundsson, Ísfilm ehf, Reykjavík.